Íslendingaþættir
76 Frá Hjörssonum og Braga skáldi Þ ess er getið eitt sinn að Bragi skáld sótti heimboð til Hjörs konungs og var hann með konungi nokkra hríð. Og einhvern dag er það sagt að konungur fór með hirð sína á dýraveiðar og varð mannfátt heima eftir í höllinni. Bragi skáld var heima og sat í sæti sínu og hafði reyrsprota einn í hendi sér og leikur að og tautaði við sjálfan sig í feld sinn. Drottning lá í lokrekkju utar í höllinni og var hulin klæðum, svo að ekki var hægt að sjá hvort hún var þar nema þeir er það vissu áður. Leifur sat í hásæti og lék sér að gulli, en þeir Hámundur og Geirmundur sátu í hálmi og horfðu á þar sem Leifur lék sér að gullinu. Þeir sáu ekki til annarra manna í höllinni. Þá mælti Geirmundur við bróður sinn: „Viltu að við förum til Leifs og tökum af honum gullið og leikum okkur að því um stund?“ „Reiðubúinn er ég til þess,“ segir Hámundur. Síðan hlupu sveinarnir innar að hásætinu og tóku gullið af Leifi, en hann brast í grát og æpti eftir gullinu. Þeir mæltu: „ Heyr á endemi ,“ sögðu þeir, „hvað konungs- sonurinn æpir eftir einum gullhring. Og er það ljóst að það fer illa sem þú átt að gæta.“ Þrífa nú sveinarnir til Leifs og ráku hann úr hásætinu og hlæja að. Þá stendur Bragi skáld upp og gengur að þar sem drottning lá í pallinum og styður á hana reyrsprotanum og kvað vísu þessa: reyrsproti er stafur úr reyr lokrekkja var afþiljað eða aflokað rúm heyr á endemi merkir þetta er fáránlegt
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=