Íslendingaþættir
75 En Leifur l eikur á lófum og hefur hvers manns virðingu sem von var að konungsbarn mundi hafa. En þegar sveinarnir eldast allir jafnt þá verður Leifur veiklundaðri en þeir Hámundur og Geirmundur harðna því meir sem þeir eru eldri og var það í samræmi við ætterni þeirra. Upprifjun: 1. Hver var faðir þeirra Geirmundar og Hámundar? 2. Hver var Leifur Loðhattarson? 3. Drottningin, móðir Geirmundar og Hámundar, gaf synina frá sér þegar þeir fæddust. Hvað varð til þess? Til umræðu: • Hvað segir kaflinn okkur um stöðu þeirra sem kallaðir voru þrælar? • Fram kemur í kaflanum að konungssynirnir hafi orðið harðari og árásargjarnari með aldrinum og því hafi verið öfugt farið hjá þrælssyninum. Ræðið þetta. Er trúlegt að þessir eiginleikar liggi í genunum, ef svo má að orði komast? leikur á lófum merkir borinn á höndum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=