Íslendingaþættir
74 7. Geirmundar þáttur heljarskinns Geirmundur og Hámundur heljarskinn G eirmundur heljarskinn var sonur Hjörs konungs Hálf- ssonar, er Hálfsrekkar eru við kenndir, Hjörleifssonar konungs. Annar sonur Hjörs konungs var Hámundur, sem einnig var kallaður heljarskinn. Þeir voru tvíburar. En þessi frásögn er um það hvers vegna þeir voru kallaðir heljarskinn. Það var í þann tíma er Hjörr konungur skyldi sækja konungastefnu að drottning gekk með barni og varð hún léttari meðan konungur var erlendis og fæddi hún tvo sveina. Þeir voru báðir ákaflega miklir vöxtum og báðir furðulega ljótir, en þó réð það mestu um ófríðleika þeirra á að sjá að enginn maður þóttist séð hafa dekkra skinn en var á þessum sveinum. Drottning var ekki sérlega hrifin af sveinunum og sýndist henni þeir óástúð- legir. Loðhöttur hét þræll sá er þar var yfir öðrum þrælum. Þessi þræll var kvongaður og ól kona hans son um leið og drottning varð léttari. Og þessi sveinn var svo undarlega fagur er þrælskonan átti að drottning þóttist ekki sjá lýti á sveininum og sýndist henni nú þessi sveinn ástúðlegri en sínir sveinar. Síðan ræðir drottning við ambáttina um að kaupa sveinana. En ambáttinni sýndist svo sem drottningu að henni þótti sinn sonur tígulegri en þorði þó ekki að neita að skipta við drottningu. Og tekur drottning við ambáttarsyninum og lætur gefa honum nafn og kallar sveininn Leif og segir drottning þennan svein sinn son. En ambáttin tekur við þeim drottningarsonum og alast þeir upp í hálmi eins og önnur þrælabörn þar til þeir voru þriggja vetra. lýti merkir galli, eitthvað ljótt ambátt merkir ófrjáls kona, kvenþræll
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=