Íslendingaþættir

73 Sprettur hann síðan upp og snýr þegar til skips síns og fór austur í Vík og drap þar konungs mann, fór eftir það úr landi og suður til Danmerkur. Eysteinn konungur tálmar ekki för hans , hlustar ekki á dónaleg ummæli hans, lét þá enn ráða góðmennsku sína og vit eins og hann var vanur. En Þórður bjó áfram með Ásu og þótti mikilmenni í marga staði og var maður vinsæll og skorti þau Ásu ekki auð. Og lýkur hér þessari frásögn. Upprifjun: 1. Hvernig brást Ingimar við þegar hann sá að konungur var genginn í lið með Þórði? 2. Hver urðu endalok þjófsins? 3. Ingimar kom fram hefndum við konung. Hvernig fór hann að því? Til umræðu: • Undir lok kaflans kemur fram heldur ósmekkleg umræða um þjófinn og vist hans í öðrum heimi. Ræðið þetta. Hverju trúðu fornmenn um annað líf? Teljið þið að enn eimi eftir af þessari trú? • Ræðið hefndarskylduna. Hún gengur eins og rauður þráður gegnum allar fornbókmenntir okkar. Rifjið upp það sem þið hafið lesið í öðrum fornsögum um hefnd og hefndarskyldu. tálmar ekki för hans merkir hér að Ingimar var ekki stoppaður, það var ekki komið í veg fyrir að hann gæti farið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=