Íslendingaþættir

71 Eysteinn konungur blandar sér í deiluna E n þá sendir Sigurður menn til Eysteins konungs og biður hann að koma og taldi að annars mundu verða af mikil vand- ræði, „og ef konungur er tregur til að fara, segið honum að ég held að ég hafi verið einn af þeim síðustu sem skildu við föður hans vestur á Írlandi.“ Sendimenn koma á konungs fund og segja honum orð Sigurðar. Konungur svaraði: „Það þykir mér ekki vera of mikið fyrir tvo lenda menn að eiga við Ingimar og get ég ekki séð að ég þurfi að koma þar til. Allir þykjast þeir miklir fyrir sér.“ Þá mæltu sendimenn: „Herra, hverjir fylgdu best föður þínum vestur á Írlandi undir það síðasta?“ Konungur svaraði: „Sigurður og Víðkunnur og þykir þeim mikilvægt að ég komi og svo skal vera.“ Fer konungur fjölmennur á staðinn og því næst kemur þar Ingimar og hefur örhóf manna og lét í það skína að þeim mundi saman lenda ef þeir létu ekki manninn lausan. Konungur svaraði: „Ekki er það við hæfi, Ingimar, að gera hér svo mikið hervirki í bænum um svo lítinn hlut og vondan mann og munum við ekki gefast upp fyrir þér.“ Ingimar mælti: „Nú gerist málið erfitt er konungur sjálfur er til kominn og munum við þá verða að snúa frá að sinni.“ Konungur biður taka þjófinn og leiða á þingið og var svo gert og var bundið tjaldið á bak honum sem siður er til. Síðan var hann dæmdur og hengdur úti á Eyrum. Þá mælti konungur: „Hvernig heldur þú, Ingimar, að þjófurinn muni hafa það í öðrum heimi?“ „Gott,“ segir Ingimar. örhóf merkir fjöldi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=