Íslendingaþættir
70 Og er Ingimar kom á staðinn mælti hann: „Nú munum við sækja manninn, Víðkunnur, ef hann verður ekki látinn laus.“ Þá svaraði Sigurður: „Förum rólega, Ingimar, og sýnum sann- girni, því að menn munu vilja að þú komir heiðarlega fram þótt þú sért kappi mikill.“ Ingimar svaraði: „Mikið þykir nú við þurfa ef þið eruð tveir á móti mér og báðir lendir menn og enn mun ég koma í þriðja sinn og það vildi ég að þið næðuð ekki manninum af mér.“ Gengur hann síðan á brott og dregur að sér lið sem mest hann má og fær mikið fjölmenni. Upprifjun: 1. Þegar Þórður kom frá Englandi hafði skipi verið lagt í lægið þar sem hann var vanur að hafa skip sitt. Hver átti skipið sem var þar fyrir og hvernig brást hann við? 2. Þórður tók mann og setti hann í varðhald. Hvað hafði hann gert af sér? 3. Tveir höfðingjar lögðu Þórði lið í þessum átökum. Hvað hétu þeir? Til umræðu: • Hvað segir kaflinn okkur um vináttutengslin til forna? Hvers vegna var svona mikilvægt að eiga góða vini? • Víðkunnur segir: „... hefur Þórður gert það sem hann átti að gera því að annars væri hann sekur.“ Hvað á hann við? Hvernig gat Þórður orðið sekur?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=