Íslendingaþættir

69 Ingimar gengur í brott og er mjög reiður. Og þegar hann var farinn biður Ása Þórð að senda eftir Víðkunni, taldi að annað væri ekki ráðlegt. Víðkunnur fær skila- boðin og brást hann við skjótt og kemur von bráðar með mikla sveit manna. Og litlu síðar heyra þeir mikinn hávaða og kemur þar Ingimar með mjög marga menn og biður láta manninn lausan, annars muni hann ráðast á þá. Víðkunnur hafði þá svör fyrir þeim og taldi það réttast að þetta mál kæmi í dóm lögmanna, „og hefur Þórður gert það sem hann átti að gera því að annars væri hann sekur og munum við nú bíða lögmannsúrskurðar.“ Ingimar sagði: „Það er mikið mál ef við þurfum að fást við þig, Víðkunnur. Mér finnst það við hæfi að við reynum með okkur, lendir menn, og er það miklu nær lagi en að við Þórður berð- umst“ og snýr á brott. Víðkunnur mælti til sinna manna: „Farið nú og hittið Sigurð Hranason og biðjið hann að koma hér og ef hann færist undan þá minnið hann á það hver dugði honum best þegar Finnar tóku bú hans.“ Nú fara þeir, koma og segja Sigurði orðsendingu Víðkunns. Sigurður sagði: „Ég held að það hæfi vel að þeir Ingimar reyni með sér því að þar þykist hvor öðrum meiri.“ Sendimenn minnast orða Víðkunns og endurtaka þau. Þá segir Sigurður: „Það var satt að enginn reyndist mér þá betur en Víðkunnur og stöndum upp og förum.“ Komu þeir síðan á staðinn. Og brátt verða þeir varir við það að fjöldi manna er kominn á strætin og var þar Ingimar með flokki en lið Víðkunns hafði dreifst hér og hvar um bæinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=