Íslendingaþættir
67 Og einhvern dag kom Þórður þar og heilsaði Víðkunni en hann svarar þurrlega. Og síðan byrjar Þórður að flytja kvæðið og kveður og er hljótt meðan. Og þegar kvæðinu var lokið mæltist það vel fyrir og þótti Víðkunni vel ort og mælti: „Nú hefur breyst afstaða mín til þín, Þórður, og mun ég nú láta það í ljósi,“ tekur gullhring og gefur Þórði. En Þórður segist ekki þurfa féð og kvaðst heldur vilja vináttu hans að kvæðislaunum og því heitir Víðkunnur honum og skiljast þeir nú vinir. Upprifjun: 1. Hvaðan af landinu var Þórður? 2. Hvers konar ferð fór Þórður til Englands? Hvert var erindið? 3. Hvað fannst frændum Ásu um samband hennar við Þórð? 4. Hvað varð til þess að álit þeirra breyttist? Til umræðu: • Þórður yrkir kvæði og við það breytist staða hans. Ræðið um skáldin til forna. Hvert var raunverulegt hlutverk þeirra? • Hér er nefndur Eysteinn konungur. Kannist þið við þetta nafn (sjá Ívars þátt Ingimundarsonar). • Konur voru ekki alltaf áberandi í sögum frá þessum tíma. Hver var staða Ásu? Hvert finnst ykkur hennar hlutverk vera í sögunni?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=