Íslendingaþættir

66 Og nú einu sinni kemur maður að máli við Þórð og segir honum að Víðkunnur Jóansson var væntanlegur þangað, „og vildi ég,“ segir sá, „að þú ortir um hann kvæði ef þú ert tilbúinn til þess og kæmist svo í vináttu við hann því að ég veit að hann er þér nokkuð óvinveittur. Hann er einn af þeim valdamestu af frændum Ásu og væri gott ef þú kæmist í vinfengi við hann.“ Þórður svarar: „Hafðu þökk fyrir þína tillögu og ég mun reyna að yrkja kvæðið.“ Skiljast þeir og yrkir Þórður kvæðið. Og þegar að því kemur að von var á Víðkunni þá kom hann með hóp manna og sat þar að drykkju.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=