Íslendingaþættir
65 6. Gull-Ásu-Þórðar þáttur Þórður kynnist Ásu U m daga þeirra Eysteins konungs kom utan af Íslandi sá maður er Þórður er nefndur, austfirskur að kyni og félítill, hinn gjörvilegasti maður og fróður og orti vel. Og er hann kom í kaupstaðinn átti hann þar í fá hús að venda, kom um kvöld eitt að heimili konu þeirrar er Ása hét. Hún var ættstór kona og auðug, mjög skyld þeim Bjarkeyingum, Víðkunni Jóanssyni. Hún tók við Þórði fyrst um stuttan tíma. Skemmti hann vel og var henni mjög að skapi. Og verður dvöl hans lengri en áætlað var og er hann þar um veturinn og í því meira uppáhaldi hjá húsfreyju sem hann var lengur og er talað um það að þau tali mikið saman en Ása var þá ekki ung kona. Og er vor kemur segir hún Þórði að henni hafi vel líkað við hann: „Mun ég nú fá þér fé,“ segir hún, „til Englands- ferðar og skulum við eiga það bæði saman.“ Svo gerir hann og tókst ferðin vel. Kom hann heim að hausti og er með Ásu um veturinn. Þetta heldur áfram nokkur sumur og ganga mál hans mjög vel og fer hann kaupferðir jafnan og gerist þroski hans því meiri sem hann dvelur þar lengur og heldur áfram ferðum þessum og er nú kallaður Ásu-Þórður. Frændum hennar þótti óvirðing í þessu og var illa við Þórð. Hann var fríður maður og glæsilegur á velli og er það altalað að vinskapur sé með þeim Þórði og Ásu. Hann græðir mikið fé og er vinsæll.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=