Íslendingaþættir

64 Upprifjun: 1. Hvar bjó Guðmundur ríki? Finnið staðinn á korti. 2. Hver var bróðir Guðmundar sem nefndur er í sögunni og hvar bjó hann? 3. Hvað var það sem Sörli Brodd-Helgason gerði á Möðruvöllum sem ekki þótti rétt? 4. Hverju svaraði Guðmundur þegar boð komu frá Sörla um að hann vildi giftast dóttur hans? Hvaða ástæðu gaf hann upp þegar hann svaraði? 5. Hver var það sem gekk í málið og kom því til leiðar að Sörli fékk Þórdísar? Hvaða leið fór hann til að ná málinu fram? Til umræðu: • Í kaflanum kemur fram hvernig giftingar fóru fram til forna. Hvað réði því hver giftist hverjum? Hvað finnst ykkur um það fyrirkomulag sem þá ríkti? • Þórarinn tóki Nefjólfsson ræddi við Guðmund og fékk hann til að skipta um skoðun hvað varðaði giftingu Þórdísar dóttur hans. Hvað segir þessi saga um Guðmund ríka?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=