Íslendingaþættir
5. Sörla þáttur Þ að er sagt að Guðmundur hinn ríki skaraði mjög fram úr öðrum mönnum um rausn sína. Hann hafði hundrað hjóna og hundrað kúa. Það var einnig siður hans að láta löngum vera hjá sér syni göfugra manna. Þeir skyldu ekkert eiga að vinna annað en að vera alltaf í félagsskap með honum. En það var þó venjan þegar þeir voru heima að þeir unnu þó að þeir væru af göfgum ættum. Þá bjó Einar að Þverá í Eyjafirði en Guðmundur hinn ríki á Möðruvöllum bróðir hans. Það er sagt að eitt sumar fór af þingi með Guðmundi Sörli sonur Brodd-Helga, hinn vænlegasti maður, og var með honum í góðu yfirlæti. Þá var heima þar með Guðmundi Þórdís dóttir hans er þá þótti vera hinn besti kostur og var það mál manna að tal þeirra Sörla bæri oft saman. Það frétti Guðmundur og sagðist hann halda að ekki þyrfti að gera orð á því. En þegar hann fann að þetta ágerðist sagði hann þó aldrei eitt misjafnt orð við Sörla en lét fylgja Þórdísi ofan til Þverár til Einars. Þá gerðist það að Sörli vandi komur sínar þangað. Og einn dag er Þórdís gekk út til lérefta sinna var sólskin og sunnanvindur og veður gott. Þá sér hún að maður reið í garðinn , mikill. Hún mælti er hún þekkti manninn: „Nú er mikið um sólskin og sunnanvind og ríður Sörli í garð.“ Þetta bar saman. Liðu nú svo stundir og fór svo fram til þings um sumarið. Ætlaði Sörli þá aftur austur til frænda sinna. hjón merkir vinnufólk, konur og karlar garður merkir hér býli, bóndabær 59
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=