Íslendingaþættir

57 Auðun segir: „Hann gaf mér leðurpoka fullan af silfri og sagði að ég væri þá ekki peningalaus ef ég héldi því þó að ég bryti skipið við Ísland.“ Konungur segir: „Það var mjög vel gert og það mundi ég ekki hafa gert. Mér hefði fundist nóg að ég gæfi þér skipið. Fékkstu eitthvað fleira?“ „Vissulega, herra,“ segir Auðun. „Hann gaf mér þennan gullhring sem ég hef á hendinni. Hann sagði að svo gæti farið að ég týndi öllu silfrinu og þá væri ég ekki peninga- laus ef ég ætti hringinn. Hann bað mig að láta hann ekki

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=