Íslendingaþættir

54 Hann þakkaði gjöfina eins vel og hann kunni. Og þegar skipið var ferðbúið þá mælti Sveinn konungur við Auðun: „Ég hef heyrt að við Ísland séu víða slæmar hafnir og þar sé hættulegt fyrir skip. Ef skip þitt strandar og eyðileggst þá sést ekki að þú hafir hitt Svein konung og gefið honum gersemi.“ Síðan gaf konungur honum leðurpoka fullan af silfri og sagði: „Þú átt þá eitthvað eftir þó að þú brjótir skipið ef þú heldur þessum poka.“ Konungur heldur áfram: „Svo getur farið,“ segir hann, „að þú týnir þessum poka. Þá sést ekki að þú hafir hitt Svein konung og gefið honum gersemi.“ Síðan dró konungur gullhring af hendi sér og gaf Auðuni og mælti: „Þó að svo illa fari að þú brjótir skipið og týnir silfrinu, þá ertu ekki allslaus ef þú kemst á land. Þá sést að þú hefur fundið Svein konung ef þú heldur hringnum. En það vil ég ráðleggja þér,“ segir hann, „að þú gefir ekki hringinn nema þú þykist eiga mjög mikið gott að launa einhverjum göfugum manni. Gefðu honum þá hringinn, því að aðeins menn af aðalsættum eiga að þiggja slíka gjöf. Og góða ferð.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=