Íslendingaþættir
50 Auðun fór til Rómaborgar O g að nokkrum tíma liðnum þá mælti Auðun við konung: „Nú langar mig til að fara héðan, herra.“ Konungur svarar: „Hvað viltu þá,“ segir hann, „ef þú vilt ekki vera hér?“ Hann svarar: „Ég vil fara í pílagríms för til Rómaborgar.“ „Það er gott ráð,“ segir konungur. Og nú gaf konungur honum silfur mjög mikið og fór hann suður með öðrum pílagrímum og bað konungur hann að koma til sín þegar hann kæmi aftur. Nú fór hann ferðar sinnar þar til hann kemur suður í Rómaborg. Og þegar hann hefur þar dvalist eins og hann langar til þá fer hann til baka, verður þá mjög veikur. Verður hann þá ákaflega magur . Eyðist þá upp allt féð það er konungur hafði gefið honum til ferðarinnar, verður hann þá að betla sér mat. Hárið var dottið af honum og hann leit heldur illa út. Hann kemur aftur til Danmerkur um páskana og þangað sem konungur var þá staddur, en ekki þorði hann að láta sjá sig og faldi sig í afhýsi við kirkjuna. Og nú þegar hann sá konunginn og hirðina fagurlega búna þá þorði hann ekki að láta sjá sig og hélt sig utandyra. Og nú um kvöldið þegar konungur gekk til kvöldmessu ætlaði Auðun að hitta hann. Og svo mjög sem honum þótti það áður óþægilegt þá var það nú enn verra þar sem hirðmennirnir voru drukknir. Og er þeir gengu inn aftur þá þekkti konungur Auðun og áttaði sig á því að hann hafði ekki kjark til að ganga fram að hitta hann. pílagrímar voru þeir sem gengu suður til Rómaborgar til að fá fyrirgefningu synda sinna hjá páfanum í Róm magur merkir mjög grannur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=