Íslendingaþættir

49 Konungur mælti: „Og þótti þér það rétt þar sem ég setti þig á valdastöðu að greiða ekki för manns sem lagði það á sig að færa mér gersemi og gaf fyrir það allt sem hann átti? Haraldur konungur tók það ráð að láta hann fara í friði og er hann þó óvinur okkar. Hugsaðu þá um hversu miklu frekar þú hefðir átt að greiða för hans og það væri rétt að þú værir drepinn. En ég mun nú ekki gera það, en þú skalt fara burt úr landinu og koma aldrei aftur fyrir augu mín. En þér Auðun skal ég launa eins og þú hafir gefið mér allt dýrið og vertu hér með mér.“ Það þáði hann og er með Sveini konungi um hríð. Upprifjun: 1. Auðun keypti verðmætan grip í Grænlandi. Hvað var það? 2. Haraldur konungur vildi kaupa gripinn af Auðuni en fékk ekki. Hvers vegna? Til umræðu: • Hvað finnst ykkur um þá ákvörðun Auðuns að neita að selja Haraldi konungi dýrið? • Ræðið viðbrögð Sveins Danakonungs þegar hann tók á málum Auðuns og Áka. Finnst ykkur dómur hans sanngjarn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=