Íslendingaþættir

48 Hann fer nú síðan suður með landi og austur í Oslóarfjörð og þaðan til Danmerkur og á hann þá engan pening eftir og verður hann þá að biðja um mat bæði fyrir sig og fyrir dýrið. Hann hittir einn af mönnum Sveins konungs sem Áki hét og bað hann um mat og húsaskjól bæði fyrir sig og fyrir dýrið. „Ég ætla,“ segir hann, „að gefa Sveini konungi dýrið.“ Áki tók því vel að selja honum mat ef hann vildi. Auðun kveðst ekkert hafa til að borga með, „en ég vildi þó,“ segir hann, „að ég mætti færa konungi dýrið.“ Áki segir: „Ég mun láta þig hafa mat eins og þið þurfið þar til þið hittið konung en í staðinn vil ég eiga hálft dýrið. Ef þú samþykkir þetta ekki mun dýrið deyja úr hungri.“ Auðun sér að þetta muni vera rétt og semja þeir um það að Áki eignast hálft dýrið og á konungur þá að launa þeim báðum. Fara þeir nú báðir á fund konungs og stóðu fyrir framan hann. Konungur þekkti ekki Auðun og mælti við hann: „Hver ertu?“ segir hann. Hann svarar: „Ég er íslenskur maður, herra,“ segir hann, „og kominn nú utan af Grænlandi og nú frá Noregi og ætlaði ég að færa þér bjarndýr þetta. Keypti ég það fyrir allt sem ég átti og nú hefur þó svo illa farið fyrir mér að ég á nú aðeins hálft dýrið“ og segir síðan konungi hvernig farið hafði með þeim Áka. Konungur mælti: „Er það satt, Áki, sem hann segir?“ „Satt er það,“ segir hann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=