Íslendingaþættir

42 Nú brýtur þú og týnir skipinu og fénu. Þá sést ekki að þú hafir fundið Svein konung og gefið honum gersemi.“ Síðan gaf kon- ungur honum leðurhosu fulla af silfri, „og ertu þá enn ekki félaus með öllu þótt þú brjótir skipið ef þú færð haldið þessu. Verða má svo enn,“ segir konungur, „að þú týnir þessu fé. Lítið nýtur þú þá þess er þú fannst Svein konung og gafst honum gersemi.“ Síðan dró konungur hring af hendi sér og gaf Auðuni og mælti: „Þó að svo illa fari að þú brjótir skipið og týnir fénu, ekki ertu félaus ef þú kemst á land, því að margir menn hafa gull á sér í skips- brotum, og sér þá að þú hefur fundið Svein konung ef þú heldur hringinum. En það vil ég ráðleggja þér,“ segir hann, „að þú gefir ekki hringinn nema þú þykist eiga mjög mikið gott að launa ein- hverjum göfugum manni, þá gefðu honum hringinn, því að tignir menn einir eiga að þiggja slíka gjöf. Og farðu nú heill.“ Upprifjun: 1. Sveinn konungur bauð Auðuni virðingarstöðu við hirðina. Hverju svaraði hann og hver var rökstuðningurinn? 2. Hvernig brást konungur við þegar Auðun hafnaði stöðunni? 3. Sveinn konungur gaf Auðuni þrjár góðar gjafir þegar hann fór til Íslands. Hvað gaf hann honum? Til umræðu: • Hvað finnst ykkur um gjafir þær sem Auðun þáði af Sveini konungi? Er dýrið svona mikils virði? • Sveinn konungur vill hafa Auðun hjá sér og fá honum völd innan hirðarinnar. Þegar Auðun afþakkar og gefur ástæðu fyrir því bregst Sveinn konungur vel við. Hvað segir þetta um konunginn? tignir merkir af aðalsættum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=