Íslendingaþættir

41 Sveinn konungur launar fyrir bjarndýrið Þ að er nú sagt einhverju sinni um vorið að konungur býður Auðuni að vera með sér framvegis og kveðst mundu gera hann skutilsvein sinn og fá honum virðingarstöðu. Auðun segir: „Guð þakki þér, herra, sóma þann allan er þú vilt til mín leggja, en hitt er mér í skapi að fara út til Íslands.“ Konungur segir: „Þetta sýnist mér undarlega kosið.“ Auðun mælti: „Ekki má ég vita til þess, herra,“ segir hann, „að ég hafi hér mikinn sóma með þér en móðir mín troði stafkarls stíg úti á Íslandi, því að nú er lokið björg þeirri er ég lagði til áður en ég fór af Íslandi.“ Konungur svarar: „Vel er mælt,“ segir hann, „og mannlega og muntu verða gæfumaður. Þetta er eina ástæðan sem þú gast gefið upp fyrir því að fara héðan sem mér mislíkar ekki og vertu nú með mér þar til skip búast.“ Hann gerir svo. Einn dag þegar leið á vorið gekk Sveinn konungur ofan á bryggjur og voru menn þá að búa skip til ýmissa landa, í Austurveg eða Saxland, til Svíþjóðar eða Noregs. Þá koma þeir Auðun að einu skipi fögru og voru menn að búa skipið til brottferðar. Þá spurði konungur: „Hvernig líst þér, Auðun, á þetta skip?“ Hann svarar: „Vel, herra.“ Konungur mælti: „Þetta skip vil ég þér gefa og launa bjarndýrið.“ Hann þakkaði gjöfina eftir sinni kunnustu. Og þegar skipið var albúið þá mælti Sveinn konungur við Auðun: „Þú vilt nú á braut og mun ég nú ekki letja þig, en það hef ég heyrt að við land ykkar eru slæmar hafnir og hættulegt skipum. skutilsveinn merkti upphaflega borðsveinn en síðar titill æðstu hirðmanna (skutill er bakki eða lítið borð) letja merkir að draga úr, ráðleggja einhverjum að hætta við eitthvað

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=