Íslendingaþættir

40 óþægilegt þá var það nú enn verra þar sem þeir voru drukknir hirðmennirnir. Og er þeir gengu inn aftur þá þekkti konungur þennan mann og þóttist finna að hann hafði ekki kjark til að ganga fram að hitta hann. Og er hirðin gekk inn þá gekk konungur út og mælti: „Gangi sá nú fram er vill finna mig. Grunar mig hver maðurinn muni vera.“ Þá gekk Auðun fram og féll til fóta konungi og varla þekkti konungur hann. Og þegar er konungur veit hver hann er tók hann í hönd Auðuni og bað hann velkominn, „og hefur þú mikið breyst,“ segir hann, „síðan við sáumst,“ leiðir hann eftir sér inn. Og er hirðin sá hann hlógu þeir að honum, en konungur sagði: „Ekki þurfið þið að hlæja að honum því að betur hefur hann séð fyrir sál sinni heldur en þið.“ Þá lét konungur gera honum laug og gaf honum síðan klæði, og er hann nú með honum. Upprifjun: 1. Auðun ræðir við konung um að hann vilji fara í ferðalag. Hvert vildi hann fara og hver var tilgangurinn með ferðinni? 2. Auðun lenti í alvarlegum vandræðum í ferðinni. Hvað kom fyrir? Til umræðu: • „… því að betur hefur hann séð fyrir sál sinni heldur en þið,“ segir konungur við hirðmennina. Hvað á hann við? • Hvað vitið þið um pílagrímsferðir? Hvað er pílagrímur? Eru pílagrímar til í dag?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=