Íslendingaþættir

38 Auðun fór til Rómaborgar O g að nokkrum tíma liðnum þá mælti Auðun við konung: „Burt langar mig nú, herra.“ Konungur svarar heldur seint: „Hvað viltu þá,“ segir hann, „ef þú vilt ekki vera hér?“ Hann svarar: „Ég vil ganga suður. “ „Ef þú vildir ekki taka svo gott ráð,“ segir konungur, „þá mundi mér mislíka það að þig langaði á brott.“ Og nú gaf konungur honum silfur mjög mikið og fór hann suður síðan með Rúmferlum og skipaði konungur til um ferð hans, bað hann koma til sín þegar hann kæmi aftur. Nú fór hann ferðar sinnar uns hann kemur suður í Rómaborg. Og þegar hann hefur þar dvalist eins og hann langar til þá fer hann til baka, verður þá mjög veikur. Verður hann þá ákaflega magur. Eyðist þá upp allt féð það er konungur hafði gefið honum til ferðarinnar, tekur hann síðan upp stafkarls stíg og biður sér matar. Hann er þá hárlaus og leit heldur illa út. Hann kemur aftur í Danmörk á páskum þangað sem konungur er þá staddur, en ekki þorði hann að láta sjá sig og var í afhýsi við kirkjuna og ætlaði þá til fundar við konung er hann gengi til kirkju um kveldið. Og nú þegar hann sá konunginn og hirðina fagurlega búna þá þorði hann ekki að láta sjá sig. Og þegar konungur gekk til drykkju í höllina þá mataðist Auðun úti sem siður er til Rúmferla meðan þeir hafa ekki lokið pílagrímsferðinni. Og nú um kvöldið þegar konungur gekk til kvöldmessu ætlaði Auðun að hitta hann. Og svo mjög sem honum þótti það áður ganga suður merkir að fara í pílagrímsferð til Rómaborgar Rúmferlar voru pílagrímar (Rúm er hér önnur orðmynd fyrir Róm) stafkarls stígur merkir betl, stafkarl er beiningamaður, betlari

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=