Íslendingaþættir

37 að greiða för hans og það væri mátulegt að þú værir drepinn. En ég mun nú ekki gera það, en burtu skaltu fara nú þegar úr landinu og koma aldrei aftur síðan mér í augsýn. En þér Auðun skal ég launa eins og þú hafir gefið mér allt dýrið og vertu hér með mér.“ Það þáði hann og er með Sveini konungi um hríð. Upprifjun: 1. Auðun keypti mikinn dýrgrip í Grænlandi. Hvað var það? 2. Haraldur konungur vildi kaupa gripinn af Auðuni en fékk ekki. Hvers vegna? 3. Auðun fór til Danmerkur og hitti þar ármann Sveins konungs. Hver urðu samskipti þeirra? 4. Hvernig brást Sveinn konungur við þegar hann frétti af samskiptum Auðuns og ármannsins? Til umræðu: • Hvað finnst ykkur um þá ákvörðun Auðuns að neita að selja Haraldi konungi dýrið? • Ræðið viðbrögð Sveins Danakonungs þegar hann tók á málum Auðuns og ármannsins. Finnst ykkur dómur hans sanngjarn? • Hverjir voru Haraldur Noregskonungur og Sveinn Danakonungur? Leitið upplýsinga, t.d. á netinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=