Íslendingaþættir

35 Hann svarar og kveðst eiga dýrið. Konungur mælti: „Viltu selja mér dýrið á sama verði sem þú keyptir?“ Hann svarar: „Ekki vil ég það, herra.“ „Viltu þá,“ segir konungur, „að ég greiði þér tvöfalt verð og mun það réttara ef þú hefur gefið fyrir það alla eigu þína?“ „Ekki vil ég það, herra,“ segir hann. Konungur mælti: „Viltu þá gefa mér það?“ Hann svarar: „Ekki, herra.“ Konungur mælti: „Hvað viltu þá gera?“ Hann svarar: „Fara suður til Danmerkur og gefa Sveini konungi dýrið.“ Haraldur konungur segir: „Ert þú svo óvitur maður að þú hafir ekki heyrt ófrið þann sem er milli þessara landa eða heldur þú að gæfa þín sé svo mikil að þú munir komast með gersemar þá leið sem aðrir geta ekki komist klakklaust þó að nauðsyn beri til?“ Auðun svarar: „Herra, það er á þínu valdi, en engu játa ég öðru en þessu er ég hef áður ákveðið.“ Þá mælti konungur: „Hvers vegna ekki að leyfa það að þú farir leið þína eins og þú vilt og komdu þá til mín þegar þú kemur til baka og segðu mér hvernig Sveinn konungur launar þér dýrið. Og það getur verið að þú sért gæfumaður.“ „Því heiti ég þér,“ sagði Auðun. Hann fer nú síðan suður með landi og austur í Vík og þaðan til Danmerkur og er þá eytt öllu því fé sem hann átti og verður hann þá að biðja um mat bæði fyrir sig og fyrir dýrið. Hann kemur á fund ármanns Sveins konungs, þess er Áki hét, og bað hann um mat og húsaskjól bæði fyrir sig og fyrir dýrið. Vík er Oslóarfjörðurinn í Noregi ármaður er ráðsmaður á búi sem konungur á

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=