Íslendingaþættir

34 4. Auðunar þáttur vestfirska Auðun keypti bjarndýr M aður hét Auðun, vestfirskur að kyni og félítill. Hann fór utan vestur þar í fjörðum með aðstoð Þorsteins, góðs bónda, og Þóris stýrimanns sem þar hafði þegið vist um veturinn með Þorsteini. Auðun var líka þar og starfaði fyrir Þóri og þáði þessi laun af honum, utanferðina og aðstoð hans og umönnun. Auðun lagði mestan hluta fjárins fyrir móður sína áður hann steig á skip og var það metið sem þriggja vetra björg . Og nú fara þeir frá landi og gengur ferðin vel og var Auðun um veturinn eftir með Þóri stýrimanni. Hann átti bú á Mæri . Og um sumarið eftir fara þeir út til Grænlands og eru þar um veturinn. Þar gerist það að Auðun kaupir þar bjarndýr eitt, gersemi mikla, og gaf þar fyrir alla eigu sína. Og nú um sumarið eftir fara þeir aftur til Noregs og fengu góðan byr . Hefur Auðun dýr sitt með sér og ætlar nú að fara suður til Danmerkur á fund Sveins konungs og gefa honum dýrið. Og þegar hann kom suður í landið þar sem Haraldur konungur var fyrir þá gengur hann upp af skipi og leiðir eftir sér dýrið og leigir sér herbergi. Haraldi konungi var sagt brátt að þar var komið bjarndýr, gersemi mikil, og að íslenskur maður eigi það. Konungur sendir strax menn eftir honum. Og þegar Auðun kom fyrir konung kveður hann konung vel. Konungur tók vel kveðju hans og spurði síðan: „Áttu gersemi mikla í bjarndýri?“ þriggja vetra björg er fæði og húsnæði í þrjú ár Mæri er fylki, landsvæði í Noregi byr merkir vindur í seglin

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=