Íslendingaþættir

31 Púkinn samþykkti það. Þorsteinn bjó sig undir það og braut feldinn saman og vafði honum utan um höfuðið á sér og hélt utan um hann með báðum höndum. Draugurinn hafði fært sig nær Þorsteini um þrjár setur við hvert ópið og voru nú þrjár setur á milli þeirra. Púkinn opnaði þá munninn og ranghvolfdi í sér augunum og tók að gaula svo hátt að Þorsteinn féll í yfirlið fram á gólfið og í því hringdi kirkjuklukkan á staðnum. En púkanum brá svo við klukkuhljóðið að hann steyptist niður í gólfið og mátti lengi heyra hljóðið sem fylgdi því þegar hann steyptist niður í jörðina. Þorsteinn raknaði skjótt við og stóð upp og gekk til rúms síns og lagðist niður. Upprifjun: 1. Hver var Ólafur konungur sem frá segir í kaflanum? 2. Þorsteinn Þorkelsson fór einn út um nótt. Til hvers? 3. Þar sem Þorsteinn sat einn um nóttina fékk hann skyndilega félagsskap. Hver var þar á ferð og hver sagðist hann vera? 4. Hvernig losnaði Þorsteinn við gestinn? Til umræðu: • Haraldur konungur hilditönn, Sigurður Fáfnisbani og Starkaður hinn gamli eru nefndir í kaflanum. Flettið þeim upp. Hvað er vitað um þá? • Hvaða mynd af trúarskoðunum fornmanna er dregin upp í kaflanum? Hvað finnst ykkur um þessar skoðanir?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=