Íslendingaþættir
30 „Það er langt frá því,“ sagði draugurinn, „því að þetta er óp okkar drýsildjöflanna. “ „Æptu þá eins og Starkaður gerir,“ sagði Þorsteinn. „Það er vel hægt,“ sagði púkinn. Tekur hann þá að æpa í annað sinn svo óskaplega að Þorsteini þótti ótrúlegt hversu mikið hann gat gaulað, svona lítill. Þorsteinn gerir þá eins og áður að hann vafði feldinum að höfði sér og brá honum þó svo við að hann féll í yfirlið svo að hann vissi ekki af sér. Þá spurði púkinn: „Af hverju þegir þú nú?“ Þorsteinn ansaði þegar hann jafnaði sig: „Ég þegi af því að ég undrast hversu ógurleg rödd þín er og ertu þó svona pínulítill, eða er þetta mesta óp Starkaðar?“ „Ekki er nærri því,“ segir púkinn. „Þetta er minnsta óp hans.“ „Dragðu ekki undan lengur,“ sagði Þorsteinn, „og láttu mig heyra mesta ópið.“ drýsildjöfull merkir smádjöfull , púki
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=