Íslendingaþættir

29 „Hverjir þola best kvalir í helvíti?“ „Enginn betur,“ sagði púki, „en Sigurður Fáfnisbani.“ „Hvers konar kvalir þarf hann að þola?“ „Hann kyndir brennandi ofn,“ sagði draugurinn. „Ekki held ég að það séu svo miklar kvalir,“ segir Þorsteinn. „Þú misskilur þetta,“ sagði púkinn, „því að hann er sjálfur eldsmaturinn sem kynt er með.“ „Það hlýtur þá að vera vont,“ sagði Þorsteinn, „eða hver þolir kvalirnar verst þar í helvíti?“ Draugurinn svarar: „Starkaður hinn gamli þolir verst því að hann æpir svo að okkur fjöndunum. Það er meiri pína en flest allt annað svo að við fáum aldrei frið fyrir ópum hans.“ „Hvaða kvalir hefur hann,“ sagði Þorsteinn, „sem hann þolir svo illa, svo hraustur maður sem hann hefur verið sagður?“ „Hann hefur ökklaeld.“ „Ekki þykir mér það svo mikið,“ sagði Þorsteinn, „fyrir slíkan kappa sem hann hefur verið.“ „Þú misskilur þetta,“ sagði draugurinn, „því að iljarnar einar standa upp úr eldinum.“ „Það hlýtur þá að vera vont,“ sagði Þorsteinn, „og æptu fyrir mig eitt óp hans.“ „Það skal ég gera,“ sagði púkinn. Hann opnaði þá munninn og rak upp mikið gaul en Þorsteinn vafði feldinum um höfuð sér. Honum brá mjög við óp þetta og mælti: „Er þetta mesta ópið sem hann rekur upp?“ kvalir eru sársauki, pína

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=