Íslendingaþættir

27 Konungur svarar: „Nú skal auka nafn þitt og kalla þig Þorstein skelk héðan af og er hér sverð að ég vil gefa þér að nafnfesti .“ Þorsteinn þakkaði honum. Svo er sagt að Þorsteinn gerðist hirðmaður Ólafs konungs og var með honum síðan og féll á Orminum langa með öðrum köppum konungs. Upprifjun: 1. Upp kom að Þorsteinn Þorkelsson hafði brotið gegn boðum konungs. Hvaða reglu braut hann? 2. Hvað sagði Ólafur konungur þegar Þorsteinn viðurkenndi að hafa brotið reglurnar? 3. Ólafur konungur gaf Þorsteini nafn. Hvað hét hann eftir það? Hver var ástæðan fyrir nafngiftinni? Til umræðu: • Í kaflanum kemur fram að Þorsteinn bjargar sér á hugvit- samlegan hátt frá óvæntri og óæskilegri heimsókn sem hann varð fyrir. Ræðið nú til hvaða ráðs hann greip til að losna og hver varð til að bjarga honum. • Þorsteinn fékk viðurnefni eftir þetta ævintýri. Ræðið um slíkar nafngiftir. Þær voru algengar í fornsögum. Nefnið dæmi. • Hvað var Ormurinn langi? Leitið upplýsinga. nafnfesti er gjöf sem gefin var til að festa nafnið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=