Íslendingaþættir

25 „Dragðu ekki undan lengur,“ sagði Þorsteinn, „og láttu mig heyra mesta ópið.“ Púki játaði því. Þorsteinn bjó sig undir það og braut saman feldinn og snaraði hann svo að höfði sér og hélt að utan báðum höndum. Draugurinn hafði þokað að Þorsteini um þrjár setur við hvert ópið og voru þá þrjár á milli þeirra. Púkinn belgdi þá hræðilega hvoftana og sneri um í sér augunum og tók að gaula svo hátt að Þorsteini þótti úr hófi keyra og í því kvað við klukkan í staðnum en Þorsteinn féll í yfirlið fram á gólfið. En púkanum brá svo við klukkuhljóðið að hann steyptist niður í gólfið og mátti lengi heyra hljóðið sem fylgdi því þegar hann steyptist niður í jörðina. Þorsteinn raknaði skjótt við og stóð upp og gekk til sængur sinnar og lagðist niður. Upprifjun: 1. Hver var Ólafur konungur sem frá segir í kaflanum? 2. Þorsteinn Þorkelsson fór einn út um nótt. Hvert var erindi hans? 3. Þar sem Þorsteinn sat einn um nóttina fékk hann skyndilega félagsskap. Hver var þar á ferð og hver sagðist hann vera? 4. Hvað varð til þess að Þorsteinn losnaði við gestinn? Til umræðu: • Haraldur konungur hilditönn, Sigurður Fáfnisbani og Starkaður hinn gamli eru nefndir í kaflanum. Flettið þeim upp. Hvað er vitað um þá? • Hvaða mynd af trúarskoðunum fornmanna er dregin upp í kaflanum? Hvað finnst ykkur um þessar skoðanir?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=