Íslendingaþættir
23 „Hvaðan komst þú nú að?“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist nú vera nýkominn úr helvíti. „Hvað kanntu þaðan að segja?“ spurði Þorsteinn. Hinn svarar: „Hvers viltu spyrja?“ „Hverjir þola best píslir í helvíti?“ „Enginn betur,“ sagði púki, „en Sigurður Fáfnisbani.“ „Hverja písl hefur hann?“ „Hann kyndir brennandi ofn,“ sagði draugurinn. „Ekki þykir mér það svo mikil písl,“ segir Þorsteinn. „Ekki er það þó,“ kvað púki, „því að hann er sjálfur eldsmaturinn sem kynt er með.“ „Mikið er það þá,“ sagði Þorsteinn, „eða hver þolir þar verst píslir?“ Draugurinn svarar: „Starkaður hinn gamli þolir verst því að hann æpir svo að okkur fjöndunum. Er það meiri pína en flest allt annað svo að við fáum aldrei frið fyrir ópum hans.“ píslir merkir kvalir, þjáningar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=