Íslendingaþættir

22 3. Þorsteins þáttur skelks Óvenjulegur næturgestur Þ að er sagt að Ólafur konungur fór að veislum sumar eitt austur um Víkina og víðara annars staðar. Tók hann veislu á þeim bæ er á Reimi heitir. Hann var mjög fjölmennur. Sá var maður þá með konungi er Þorsteinn hét Þorkelsson, Ásgeirssonar æðikolls, Auðunarsonar skökuls, íslenskur maður, og hafði komið til konungs um veturinn áður. Um kvöldið er menn sátu yfir drykkjuborðum talaði Ólafur konungur um að enginn maður af hans mönnum skyldi fara einn saman í salerni um nóttina því að hver sem þess þyrfti skyldi kalla með sér félaga sinn, annað sagði hann ekki mundu gefast vel. Drekka menn nú vel um kveldið, en þegar drykkjuborð höfðu verið tekin ofan gengu menn að sofa. Og er leið á nóttina vaknaði Þorsteinn Íslendingur og þurfti að ganga örna sinna , en sá svaf fast er hjá honum lá svo að Þorsteinn vildi ekki vekja hann. Stendur hann þá upp og kippir skóm á fætur sér og tekur yfir sig einn feld þykkan og gengur til heimilishúss . Það var stórt hús svo að ellefu menn máttu sitja hvorum megin. Sest hann á ystu setu. Og er hann hefur setið nokkra stund sér hann að púki kemur upp á innstu setu og sat þar. Þorsteinn mælti þá: „Hver er þar kominn?“ Dólgurinn svarar: „Hér er kominn Þorkell hinn þunni er féll með Haraldi konungi hilditönn.“ fór að veislum merkir að hann ferðaðist um og lét veita sér og föruneyti sínu mat og húsaskjól í tiltekinn tíma (yfirleitt ekki lengur en þrjá daga) Víkin er Oslóarfjörðurinn í Noregi að ganga örna sinna merkir að fara og kúka heimilishús er salerni, klósett (náðhús) dólgur er illilegur maður (getur líka þýtt óvinur)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=