Íslendingaþættir

21 Og nú gera þeir þetta alltaf þegar konungur situr ekki yfir vandamálum þá talar hann oft um þessa konu við Ívar. Og þetta ráð þeirra bar árangur og varð Ívar léttari í skapi og minnkaði harmur hans. Gladdist hann eftir þetta og kemur í samt lag sem fyrr hafði verið um skemmtun hans og gleði. Og er hann með Eysteini. Rifjið upp: 1. Hvers vegna var Þorfinnur, bróðir Ívars, ekki ánægður hjá Eysteini konungi? 2. Hvaða skilaboð átti Þorfinnur að bera til Íslands frá bróður sínum? 3. Hvað gerði hann svo þegar hann kom til Íslands? 4. Hvernig tókst konungi að hjálpa Ívari upp úr þunglyndinu? Til umræðu: • Hvað finnst ykkur um hegðun Þorfinns þegar hann kom til Íslands? Hver gæti verið skýringin á þessu uppátæki hans? • Ræðið aðferð Eysteins konungs sem hann notar til að hjálpa Ívari upp úr þunglyndinu. Hvað kallast þetta á máli fagmanna? • Þegar sagt var til forna að einhver vildi „fara út“ merkti það að fara til Íslands. Hvernig gæti staðið á því? • Hver var þessi Eysteinn? Hvenær var hann konungur í Noregi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=