Íslendingaþættir

18 2. Ívars þáttur Ingimundarsonar Í því sem ég segi nú frá mun koma fram hver afbragðs- maður Eysteinn konungur var. Hann var góður við vini sína og gat alltaf komist að því við sína bestu vini hvað væri að hjá þeim. Ívar Ingimundarson hét maður sem var með Eysteini konungi. Hann var íslenskur, vitur maður og skáld gott. Konungur hafði mikið álit á honum og vildi allt fyrir hann gera eins og nú kemur fram. Þorfinnur hét bróðir Ívars. Hann fór einnig utan til Eysteins konungs og þar fékk hann aðallega hrós fyrir að vera bróðir Ívars. En hann var ekki ánægður með að hann skyldi ekki þykja jafngóður og bróðir hans og þess vegna líkaði honum ekki að vera með konungi og fór út til Íslands. Og áður en þeir bræður skildu bað Ívar Þorfinn að bera skilaboð til Oddnýjar Jóansdóttur að hún biði hans og giftist ekki öðrum því hann dáði hana mest allra kvenna. Síðan fer Þorfinnur til Íslands og gekk ferðin vel, og tók hann það ráð að hann bað Oddnýjar sjálfur og fékk hana fyrir konu. Og litlu síðar kom Ívar til Íslands og frétti þetta og þótti Þorfinnur hafa komið illa fram við sig og er mjög niður- dreginn yfir þessu og fer aftur til konungs og er með honum í góðu yfirlæti eins og áður. Ívar er nú mjög hryggur. Þegar konungur fann það bað út þýddi á þessum tíma að fara til Íslands („Út vil ek“ eru þekkt orð sem Snorri Sturluson sagði þegar hann var í Noregi en vildi fara til Íslands)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=