Íslendingaþættir

15 þér mislíkar ekki við mig. Þú ert líka svo vitur maður að þú munt ekki vera að ímynda þér eitthvað sem ekki á við rök að styðjast og segðu mér hvað er að.“ Ívar svaraði: „Það sem er að, herra, get ég ekki sagt.“ Konungur mælti: „Ég mun þá geta mér þess til. Eru hér nokkrir menn þeir er þér líkar ekki við?“ „Ekki er það, herra,“ segir Ívar. Konungur mælti: „Finnst þér þú hafa af mér minni sóma en þú vildir?“ „Ekki er það, herra,“ segir hann. „Hefur þú séð nokkra hluti,“ segir konungur, „sem þér hefur mislíkað hér í landinu?“ Hann segir það ekki vera. „Nú fer að verða erfitt að giska,“ segir konungur. „Viltu komast yfir einhverjar eignir?“ Hann neitaði því. „Eru nokkrar konur þær í þínu landi,“ segir konungur, „er þér sé eftirsjá að?“ Hann svaraði: „Svo er, herra.“ Konungur mælti: „Vertu ekki sorgmæddur út af þessu. Þegar vorar skaltu fara út. Mun ég fá þér fé og bréf mitt með innsigli til þeirra manna sem ráða, og veit ég ekki um neina þá menn sem ekki mundu fara eftir því sem ég legg til og gifta þér konuna.“ Ívar svaraði: „Það er ekki hægt.“ Konungur mælti: „Það getur ekki verið,“ segir hann. „Þó að annar maður eigi konuna þá mun ég þó ná henni þér til handa ef ég vil.“ minni sómi merkir minni virðing

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=