Íslendingaþættir

14 2. Ívars þáttur Ingimundarsonar Í því sem ég segi nú frá mun koma fram hver afbragðsmaður Eysteinn konungur var og hve mjög hann var góður við vini sína og hugkvæmur að leita eftir því við sína bestu vini hvaða sorgir væru að þjaka þá. Sá maður var með Eysteini konungi er Ívar hét og var Ingi- mundarson, íslenskur að ætt og stórættaður að kyn i, vitur maður og skáld gott. Konungur virti hann mikils og vildi allt fyrir hann gera eins og nú kemur fram. Þorfinnur hét bróðir Ívars. Hann fór einnig utan á fund Eysteins konungs og naut þar mjög frá mörgum mönnum bróður síns. En honum þótti það óásættanlegt að hann skyldi ekki þykja jafngóður og bróðir hans og þurfa að njóta hans og undi af því ekki með konungi og bjóst út til Íslands. Og áður en þeir bræður skildust bað Ívar Þorfinn að bera orð Oddnýju Jóansdóttur að hún biði hans og giftist ekki, dáði hana mest allra kvenna. Síðan fer Þorfinnur út og gekk ferðin vel, og tók hann það ráð að hann bað Oddnýjar fyrir konu og fékk hennar. Og litlu síðar kom Ívar út og frétti þetta og þótti Þorfinnur hafa komið illa fram við sig og unir hann engu og fer aftur síðan til konungs og er með honum í góðu yfirlæti sem fyrr. Ívar er nú mjög hryggur og er konungur fann það bað hann Ívar hitta sig og spurði hvers vegna hann væri svo ókátur, „og áður þegar þú varst með okkur var margs konar skemmtan að orðum þínum. Og ekki spyr ég að þessu af því að ég viti ekki að stórættaður að kyni merkir af mjög góðri ætt út þýddi á þessum tíma að fara til Íslands („Út vil ek“ eru þekkt orð sem Snorri Sturluson lét falla þegar hann var í Noregi en vildi fara til Íslands)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=