Íslendingaþættir

9 Og var svo gert og fór Brandur til konungs og þáði af honum góða virðing og fégjafir. Og var þetta gert til að reyna hann. Rifjið upp: 1. Hvað merkir hinn örvi? 2. Hvaðan var Brandur hinn örvi? 3. Hvað gerði Brandur þegar konungur sendi Þjóðólf í þriðja sinn til hans og bað þá um kyrtilinn sem hann var í? Til umræðu: • Faðir Brands hét Vermundur Þorgrímsson og bjó í Vatnsfirði. Hvar er Vatnsfjörður? Hvað getið þið fundið um Vermund þennan t.d. á netinu? • Þjóðólfur skáld var Arnórsson. Flettið honum upp og ræðið um hver hann var og hvað er um hann vitað. • Hvað finnst ykkur um þessa tilraun Haralds konungs til að finna út hversu örlátur (gjafmildur) Brandur væri? • Hvað var Brandur að gefa í skyn þegar hann hélt eftir annarri erminni af kyrtlinum? Hvers vegna gerði hann þetta? Finnst ykkur þetta rétt hjá honum? • Hver var þessi Haraldur? Hvenær var hann konungur í Noregi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=