Íslendingaþættir
103 Og þegar leið mjög á ævi Haralds konungs þá er sagt að hann sendi Halldóri orð um að hann skyldi senda honum melrakka- belgi , vildi láta gera af þeim yfir rekkju sína því að konungur þóttist þá þurfa hlýju. Og þegar Halldóri barst orðsending konungs þá er sagt að honum yrði að orði: „Eldist árgalinn nú,“ sagði hann en sendi honum belgi. En ekki fundust þeir sjálfir eftir að þeir skildu í Þrándheimi þó að það yrði með nokkrum styttingi í það skipti. Bjó Halldór í Hjarðarholti til elli og varð gamall maður. Upprifjun: 1. Haraldur konungur sendi Halldóri Snorrasyni orð til Íslands og bað hann að koma til sín aftur. Hvaða loforð til Halldórs fylgdi með skilaboðunum? 2. Hvernig túlkaði Halldór tilboð Haralds konungs? 3. Hvað sagði Halldór þegar konungur sendi honum orð og bað hann að senda sér melrakkabelgi? Til umræðu: • Skoðið lýsingu Haralds konungs sem hann gaf á Halldóri Snorrasyni. Hvers konar maður er Halldór? Lýsið útliti hans og skapferli. melrakkabelgir eru tófuskinn (melrakki er tófa) rekkja merkir rúm árgali merkir hani
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=