Íslendingaþættir

101 Tekur hún síðan hringinn og fær Halldóri. Hann tekur við og þakkar þeim báðum gjaldið og biður þau vel að lifa, „og munum við nú skilja.“ Gengur hann nú út og mælti við förunauta sína, biður þá hlaupa sem fljótast til skipsins, „því að mig langar ekki til að dveljast lengi í bænum.“ Þeir gera svo, fara um borð í skipið og vinda sumir strax upp segl, sumir sinna bátnum, sumir draga upp akkeri og vinnur hver sem hraðast. Og er þeir sigldu út skorti ekki hornablástur í bænum og það sáu þeir síðast að þrjú langskip voru komin á flot og lögðu af stað á eftir þeim en þó fóru þeir hraðar og sigldu til hafs. Skilur þar með þeim og fékk Halldór góðan byr út til Íslands en konungsmenn sneru við þegar þeir sáu að Halldór fór hraðar en þeir og á haf út. Upprifjun: 1. Sveinn úr Lyrgju, sá sem varð að afhenda Halldóri skipið, gerði árás. Hvernig brugðust þeir við, fyrst Halldór og svo konungur? 2. Hvernig lauk deilum Halldórs og Sveins um skipið? 3. Haraldur konungur skuldaði Halldóri peninga. Hvernig stóð á því? 4. Halldór fór sjálfur og innheimti skuldina. Hvernig gerði hann það? Til umræðu: • Hvað finnst ykkur um söguna af því þegar Halldór Snorrason ruddist inn til konungs seint um kvöld og heimtaði af honum peninga? Getur þetta gerst? Ræðið málið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=