Íslendingaþættir

99 það sem eftir var skipverðsins. En konungur færist undan því að greiða gjaldið og líkar ekki vel að Halldór skuli vera að innheimta greiðsluna en ekki bannar hann Halldóri að fara út. Halldór býr skip sitt um vorið í ánni Nið og leggur út síðan við Bröttueyri . Og er þeir voru ferðbúnir og góður byr var þá gengur Halldór upp í bæinn með nokkra menn seint um kvöld. Hann var vopnaður. Gengu þeir þar til sem þau konungur og drottning sváfu. Förunautar hans stóðu úti undir loftinu en hann gengur inn með vopnum sínum og verður hávaði og skark af honum og vakna þau konungur við og spyr konungur hver þar brjótist að þeim um nætur. „Hér er Halldór kominn og búinn til hafs og kominn á byr og er nú ráð að gjalda féð.“ „Það er ekki hægt svo skjótt,“ segir konungur, „og mun ég greiða féð á morgun.“ „Ég vil fá greitt strax,“ segir Halldór, „og mun ég nú ekki fara erindlaust. Þekki ég skaplyndi þitt og ég veit hvernig þér mun líka þessi för mín og fjárheimta hvernig sem þú lætur núna. Mun ég ekki treysta þér héðan í frá enda er ósýnt að við finnumst svo oft hér eftir og ætla ég að notfæra mér það og sé ég að drottning hefur verðmætan hring á hendi. Fáðu mér hann.“ Konungur svarar: „Þá verðum við sækja vog og vigta hringinn.“ „Ekki þarf þess,“ segir Halldór, „tek ég hann fyrir hlut minn enda muntu nú ekki prettunum við koma að sinni og láttu mig hafa hann strax.“ Drottning mælti: „Sérð þú ekki,“ segir hún, „að hann stendur uppi yfir þér og er í manndrápshug?“ Nið hét áin sem Niðarós er kenndur við Brattaeyri er vestan við ána Nið og gengur út í Þrándheimsfjörð byr merkir vindur í seglin prettir eru svik

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=