Íslendingaþættir
98 Halldór innheimti skuld hjá Haraldi konungi Þ að er sagt einhvern dag er þeir konungur sátu við drykkju, og var Halldór þar í konungsstofunni, að sveinar hans komu þar, þeir er áttu að varðveita skipið, og voru allir votir og sögðu að Sveinn og menn hans hefðu tekið skipið en rekið þá á kaf. Halldór stóð upp og gekk fyrir konung og spurði hvort hann ætti að eiga skipið og það ætti að haldast sem konungur hafði sagt. Konungur svarar og sagði það vissulega skyldi haldast, kvaddi til síðan hirðina að þeir skyldu taka sex skip og fara með Halldóri og hafa þrefalda áhöfn á hverju skipi. Þeir snúa nú eftir þeim Sveini og elta þá að landi og hljóp Sveinn á land upp en þeir Halldór tóku skipið og fóru til konungs. Og þegar veislum var lokið fer konungur norður með landi og til Þrándheims er líður á sumarið. Sveinn úr Lyrgju sendi orð til konungs að hann vildi leggja málið á konungs vald og biður hann að finna lausn á deilum þeirra Halldórs eins og honum finnist rétt og vildi þó helst kaupa skipið ef konungur samþykkti það. Og nú þegar konungur sér það að Sveinn skýtur öllu máli undir hans dóm þá vill hann bregða á það ráð sem báðum mætti líka, falar skipið til kaups af Halldóri og vill að hann hafi fyrir það gott verð en Sveinn hafi skipið. Kaupir konungur skipið og semja þeir Halldór um verð og greiðist allt upp nema hálf mörk gulls sem stendur eftir. Halldór sinnti lítt um skuldina enda fékkst hún ekki greidd og fer svo fram um veturinn. Og er vora tók segir Halldór konungi að hann vilji fara til Íslands um sumarið og kvað sér koma vel að þá fengi hann greitt hálf mörk gulls jafngilti fjórum mörkum silfurs, eða 16-17 kýrverðum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=