Ísland, landið okkar

Bls. 4 Þjóð : Fólk sem yfirleitt talar sama tungumál, á sér sömu menningu og sögu og býr gjarnan í sama landi. Lýðveldi : Stjórnarfar þar sem forseti, kjörinn af þjóðinni, er æðsti maður ríkisins. Bls. 7 Fiskimið : Staður sem fiskur er veiddur á. Höfn : Staður þar sem gott er fyrir skip að leggjast að landi, gjarnan við bryggju. Afli : Það sem aflað er (safnað, veitt), t.d. fiskafli. Bls. 8 Suðlægur : Staður (land) sem liggur sunnarlega, eða sunnan við Ísland. Hafstraumur : Stöðugur straumur í sjó sem myndast m.a. af mismunandi hita og seltu sjávar. Bls. 9 Hafís : Ísbreiða á hafi, heimskautaís. Bls. 10 Gróður : Hópur plantna sem lifir saman í líffélagi sem mótast af um- hverfinu. Blómplanta : Planta sem ber blóm, hluti stærstu fylkingar plönturíkisins. Bls. 11 Skriðjökull : Jökultunga sem skríður fram, út frá meginjökli. Búnaður : Útbúnaður, fatnaður, tól og tæki sem þarf til einhvers. Umhverfi : Náttúrulegt og manngert landslag í nágrenni einhvers. Bls. 12 Hraunkvika : Bergkvika, glóandi blanda af bráðnu bergi og gasi sem kemur upp í eldgosi. Hraun : Gosefni sem rennur út frá eldstöð í gosi og storknar á yfirborði jarðar. Öskumökkur : Gosmökkur, blanda af ösku, vikri og gasi sem stígur upp af eldstöð. Bls. 13 Öskufall : Þegar aska og vikur fellur til jarðar úr gosmekki. Eiturloft : Eitrað gas sem mengar andrúmsloftið. Bls. 14 Íbúi : Maður sem á heima á tilteknum stað, í þorpi, bæ eða landi. Bls. 15 Flugumferð : Umferð flugvéla og annarra farartækja í lofti. Bls. 16 Jarðskorpa : Ysta lag jarðarinnar, ofan á möttli jarðar, 5–70 km þykkt. Jarðskjálfti : Titringur í jörðu af völd- um brotahreyfinga í jarðskorpunni. Steinsteypa : Blanda af sementi, möl, vatni og sandi sem harðnar. Bls. 17 Laug : Lind með volgu eða heitu vatni sem berst úr jörðu. Hver : Op í jörðu þar sem upp streymir heitt vatn og gufa, sem stundum gýs. Bls. 18 Jarðhiti : Jarðvarmi, heitt vatn í jörðu sem á rætur í innri hita jarðar. Gróðurhús : Hús úr gleri, oft hitað með jarðhita, til að rækta í hitakærar plöntur. Rækta : Ræktun, það að rækta t.d. plöntur eða grænmeti. Bls. 20 Foss : Straumvatn (á, lækur) sem fellur fram af stalli eða brún. Bls. 21 Jökulá : Á sem myndast við bráðnun jökuls og á upptök við hann. Virkjun : Mannvirki sem nýtir afl vatns, gufu eða annars og breytir t.d. í raforku. Loftlína : Mannvirki sem er reist til að flytja raforku á milli staða. Bls. 22 Jarðvegur : Efsta lausa jarðlagið sem plöntur vaxa í, blanda af lífrænu efni og steinefnum. Jarðvegseyðing : Eyðing jarðvegs (og gróðurs) af völdum vinds og vatns. Bls. 23 Landgræðsla : Að græða upp lítt gróið eða ógróið land og koma í veg fyrir gróðureyðingu. Skógrækt : Ræktun og hirðing skógar til að hafa af honum einhverjar nytjar. Búfé : Dýr sem alin eru til nytja í landbúnaði; sauðfé, nautgripir, svín og fleira. Sáning : Að sá fræjum plantna í jarðveg. Bls. 24 Spendýr : Hryggdýr með heitu blóði sem næra afkvæmi sín á mjólk. Bjarg : Klettar, hamrar, standberg. Friðun : Það að friða, lýsa yfir frið- helgi lands, dýrategundar eða plöntu. Bls. 25 Húsdýr : Tamið dýr sem menn halda sér til gagns eða skemmtunar. Bls. 26 Áætlunarbíll : Fólksflutningabíll (rúta) sem ekur samkvæmt ákveð- inni áætlun. Slitlag : Sterkt og þjappað lag ofan á vegi til að verjast sliti. Malarvegur : Vegur sem ekki er lagður bundnu slitlagi (malbiki eða olíumöl). Bls. 27 Snjóflóð : Snjóskriða, snjór sem fellur úr brattri hlíð. Veður : Ástand neðsta hluta loft- hjúpsins á tilteknum tíma (gott eða vont veður). Bls. 28 Ferja : Skip sem siglir eftir ákveðinni áætlun á milli tveggja staða. Erlendur : Útlendur, maður af erlend- um uppruna. Bls. 29 Vara : Varningur, eitthvað sem er framleitt og selt. Ál : Frumefni, léttur málmur notaður í margs konar framleiðslu, m.a. flug- vélar. Bls. 31 Sögustaður : Þekktur staður vegna atburða eða manna sem honum tengjast. Þing : Mannamót eða samkoma, lög- gjafarsamkoma, samanber Alþingi. Þjóðgarður : Friðlýst svæði með sér- stæða náttúru eða merka sögu sem nýtur verndar. Heimsminjar : Staðir og gripir sem hafa verið skráðir sem heimsminjar af UNESCO. Teljast markverðir frá menningarlegu og/eða náttúrufræði- legu sjónarmiði og hluti af menn- ingararfi mannkyns. Bls. 32 Þjónustustarf : Starf sem felst í því að þjóna öðrum, t.d. í verslun og viðskiptum. Iðnaður : Starfsemi sem breytir hráefni í hálfunna eða fullunna vöru. Útflutningur : Það að flytja vörur úr landi. Landbúnaður : Ræktun nytjajurta og alidýra (búfénaðar) sem atvinnu- grein. Orð sem geta þarfnast útskýringa

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=