Ísland, landið okkar

Helstu atvinnuvegir 32 Langflestir Íslendingar starfa við ýmis þjónustustörf í skólum, á sjúkrahúsum, við verslun, samgöngur og fleira. Ferðaþjónusta er mikilvæg. Árlega kemur um hálf milljón ferðamanna til landsins. Í iðnaði starfar fimmti hver Íslendingur og iðnvarningur, einkum ál, er meira en helmingur af útflutningi. Ekki starfa margir við landbúnað og sjávarútveg. Útflutningur á fiski og fiskafurðum er samt tæplega helmingur þess sem flutt er til útlanda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=