Ísland, landið okkar

Á Íslandi verða oft jarðskjálftar Rifin jörð á Suðurlandi eftir jarðskjálfta Jarðskorpan á Íslandi er á stöðugri hreyfingu út frá sprungukerfi Mið-Atlantshafsins. Þessum hreyfingum fylgja margir jarðskjálftar. Stærstu jarðskjálftarnir verða á Suðurlandi og úti fyrir Norðurlandi. Þeir geta valdið talsverðu tjóni. Flest hús á Íslandi eru byggð úr steinsteypu og þola vel jarðskjálfta. Í jarðskjálftum á Suðurlandi árin 2000 og 2008 urðu samt skemmdir á húsum en enginn slasaðist eða dó. 16

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=