Ísland - Hér búum við - vinnubók

5 HÓPVERKEFNI b. Teiknaðu nokkur mismunandi tákn sem finna má á kortinu á bls. 10 og skráðu fyrir hvað þau standa. 5. Skoðaðu kort af Íslandi. Fjarlægðu fyrirmyndina og teiknaðu Íslandskort eftir minni án þess að horfa á fyrirmyndina. Berðu þitt kort saman við kortið sem þú skoðaðir áður. Hvernig kom teikningin þín út? Gleymdirðu einhverju eða bættir þú við kortið? 6. Teiknaðu kort af þínu draumalandi. Settu inn á kortið tákn og liti svo hægt sé að sjá hvernig það lítur út. Hafðu í huga að setja inn eitthvað af þessu: a. Fjöll með hæðarlínum og hæsta punkti. b. Jökul og hæð hans. c. Á sem rennur til sjávar. d. Sjó, flóa, firði, dali eða annað landslag á sjó og landi. e. Borgir, bæi, sveitabæi. f. Vegi sem liggja milli staða. g. Skóg. h. Hvar býrð þú? i. Hvað heitir draumalandið þitt? 7. Hópverkefni í Google earth a. Finnið heimili ykkar á Google earth . Farið í götusýn (streetview) og skoðið heimilið ykkar. b. Þysjið (zoom) út og inn og sjáið hverning mælikvarðinn breytist. c. Finnið vegalengdina milli tveggja staða, t.d. heimilis ykkar og skóla. Hvort er lengra að ganga eða keyra sömu leið? d. Veljið loftmynd (satellite) og finnið fjöll, hraun og vötn í nágrenni við ykkar skóla. Hvaða litir eru á þessu korti? _________________________ _________________________ ________________________ ________________________

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=