Ísland - Hér búum við - vinnubók

59 8. Orðatengingar, hvað passar saman? Vestmannaeyjar • • Kötlutangi Þingvellir • • Geysir Haukadalur • • landbúnaður Suðurlandsundirlendið • • Eldfell Mýrdalssandur • • Almannagjá HÓPVERKEFNI Veljið eitt eða fleiri verkefni til að vinna með. 9. Skoðið áhugaverða ferðamannastaði á Suðurlandi og veljið ykkur að minnsta kosti einn stað til að kynna fyrir bekknum. 10. Kynnið ykkur sögu Þingvalla. Hægt er að skoða t.d. jarðfræði staðarins, sögu kristnitöku, sögu Alþingis, sögu t.d. Drekkingar- hyls, Silfru og Lögbergs. 11. Skipuleggið helgarferð til Vestmannaeyja. Þið þurfið að gera góða ferðalýsingu, hvað ætlið þið að skoða, hvar ætlið þið að gista, hvað gerið þið á kvöldin? Gerið dagskrá og leiðarlýsingu. Hvað kostar fyrir hópinn að fara með Herjólfi til og frá Vest- mannaeyjum? 12. Þið ætlið að fara með strætisvagni til Víkur í Mýrdal. Kynnið ykkur áætlunarferðir þangað og hvað kostar að fara hvora leið. Hvað er vagninn lengi á leiðinni frá Reykjavík til Víkur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=