Ísland - Hér búum við - vinnubók

54 10. Orðatengingar, hvað passar saman? Seyðisfjörður • • lundi Öræfasveit • • Lagarfljótsormurinn Skrúður • • sveitin milli sanda Lögurinn • • Norræna HÓPVERKEFNI Veljið eitt eða fleiri verkefni til að vinna með. 6. Veljið ykkur einn áhugaverðan stað á Austurlandi og kynnið fyrir bekknum. Kynningin gæti verið glærusýning, stuttmynd, fréttaþáttur, ferðaskrifstofa, útvarpsþáttur, vefsíða eða annað. 7. Á Djúpavogi er útilistaverk sem kallast Eggin í Gleðivík. Kynnið ykkur listaverkið og sögu þess. Útskýrið hvað það sýnir og segið frá tilurð þess. 8. Kynnið ykkur söguna um Lagarfljótsorminn. Útbúið leikþátt, stoppmynd eða líkan þar sem sagan er sett fram á skapandi hátt. 9. Ferjan Norræna siglir frá Seyðisfirði til Evrópu. Kynnið ykkur ferðaáætlun ferjunnar. Hvar stoppar hún og hversu lengi er hún á leiðinni áður en hún siglir aftur til Íslands? Teiknið inn á kort leiðina sem hún fer. Hvað kostar að fara sem farþegi með henni aðra leiðina? En ef þið takið bílinn með?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=