Ísland - Hér búum við - vinnubók

44 11. Orðatengingar, hvað passar saman? Arnarvatnsheiði • • sellátur Vatnsnes • • Blanda Glaumbær • • kirkjustaður Blönduós • • hestamennska Skagafjörður • • tjarnir og vötn HÓPVERKEFNI 7. Kynnið ykkur Selasetur Íslands á Hvammstanga. Hver hópur velur að kynna sér vel eina selategund sem lifir við strendur Íslands. Kynnið verkefnið fyrir bekknum. 8. Grettir Ásmundarson var þekktur útlagi, ættaður frá Bjargi í Miðfirði. Kynnið ykkur sögu hans og staði þar sem hann dvaldi, t.d. Drangey og Grettislaug. 9. Búið til ferðabækling um vinsæla ferðamannastaði á Norðurlandi vestra. Einnig væri hægt að búa til bækling, t.d. um sundstaði eða söfn í lands- hlutanum. 10. Á Sturlungaöld gerðust margir sögulegir atburðir í Skagafirði t.d. Örlygsstaðabardagi og Flugumýrarbrenna. Kynnið ykkur annan hvorn þessara atburða og útbúið saman sem hópur veggmynd frá atburðinum. Hafið með upplýsingar um það sem sagan segir að hafi gerst.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=