Ísland - Hér búum við - vinnubók

39 HÓPVERKEFNI Veljið eitt eða fleiri verkefni til að vinna með. 8. Finnið tjaldsvæði í landshlutanum og skipuleggið afþreyingu fyrir hópinn. Hvað geta gestir á tjaldstæðinu haft fyrir stafni eina helgi? 9. Finnið áhugaverða staði fyrir börn í landshlutanum, t.d. söfn, leiksvæði, dýragarð eða annað og safnið saman í bækling, veggspjald eða bók. 10. Veljið einn þessara staða til að skoða nánar og veljið hvernig þið kynnið hann fyrir bekknum. Til dæmis gætuð þið nýtt ykkur glærukynningu, safnað í bækling eða útbúið veggspjald. a. Dynjandi b. Rauðisandur c. Látrabjarg d. Hornbjarg e. Vigur f. Hrafnseyri 11. Veljið þéttbýlisstað á Vestfjörðum og kynnið ykkur hann vel. Hvað búa margir þar, hvað er gaman að skoða, við hvað vinnur fólkið, hvaða þjónustu er hægt að fá? Og fleira sem ykkur dettur í hug.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=