Ísland - Hér búum við - vinnubók

27 HÓPVERKEFNI 13. Náttúruauðlindir Lesbók bls. 38-39 1. Hvað er náttúruauðlind? ______________________________________________ __________________________________________________________________ __________________________________________________________________ 2. Af hverju skiptir máli fyrir okkur Íslendinga að vernda náttúruauðlindir okkar? __________________________________________________________________ __________________________________________________________________ 3. Náttúruauðlindum er hægt að skipta í þrjá flokka: Auðlindir sem endurnýjast, auð- lindir sem endurnýjast ekki og svo auðlindir sem endurnýjast ef við hugsum vel um þær og pössum að taka ekki of mikið af þeim til að þær klárist ekki. Hjálpist að við að flokka þessar auðlindir í rétta flokka: Vindur, jarðhiti, málmar, sólin, skógur, vatn, olía, sjávarföll, kol, fiskur, landið okkar t.d. útivistarsvæði fyrir ferðamenn, landbúnaðarvörur, mannauður. 4. Vatn er mjög mikilvæg náttúruauðlind og við nýtum það á fjölbreyttan hátt. Hvernig nýtum við vatn? Skráið allt sem ykkur dettur í hug og berið saman við aðra hópa. 5. Skoðaðu myndina af hringrás vatnsins á bls. 29. Allt vatn á jörðinni hefur verið hér lengi og er í endalausri hringrás í ólíku formi t.d. rennandi vatn á yfirborðinu, gufa, ís, grunnvatn niðri í jörðinni og ský. Getur verið að við séum að drekka sama vatn og risaeðlurnar drukku? Ræðið það í hópum og myndið ykkur skoðun. Náttúruauðlindir sem endurnýjast Náttúruauðlindir sem endurnýjast ekki Náttúruauðlindir sem þarf að passa vel svo þær klárist ekki

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=