Ísland - Hér búum við

Góð ráð við lestur námsbóka! Kæri nemandi! Allir námsmenn þurfa að temja sér góðar námsvenjur. Hér eru góð ráð sem gætu hjálpað þér við lestur. Áður en þú byrjar lesturinn • Skoðaðu bókina vel, myndir, kort og gröf. Um hvað fjallar bókin? Hvað veist þú um efnið? • Lestu efnisyfirlit og kaflaheiti. Á meðan þú lest • Finndu aðalatriðin. Stundum er gott að skrifa hjá sér minnispunkta. • Spurðu um það sem þú skilur ekki, til dæmis orð og orðasambönd. Eftir lesturinn • Veltu fyrir þér aðalatriðum og hvaða atriði skipta minna máli. • Lestu textann aftur. • Rifjaðu upp það sem þú last, hugsaðu um hvað þú hefur lært og reyndu að endursegja með eigin orðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=